Gríðarlega harður slagur í gangi þó fimm vikur séu í næsta prófkjör

Þrátt fyrir að gott hlé sé nú á milli prófkjöra hjá Demókrötum í Bandaríkjunum er slagurinn engu að síður gríðarlega harður. Hilary Clinton er í mjög beinskeyttri baráttu um að fá stuðning sjálfkjörinna landsfundarfulltrúa og notar þar Bill og Chelsea ákaft. Obama gefur henni lítið eftir en það fer einhvernveginn eitthvað minna fyrir honum í þessari baráttu.

Staðan á milli þeirra þar er annar sú að Clinton er með atkvæði 248 þeirra eins og er en Obama nýtur opinbers stuðnings 213 en 334 eiga eftir að lýsa yfir stuðningi við annað hvort þeirra. (Tölur samkvæmt RCP).

Málið með þessa landsfundarfulltrúa er, þrátt fyrir nokkurt forskot Clinton á Obama meðal þeirra, þá hefur það bil minnkað all verulega undanfarnar vikur og það hefur dregið verulega úr líkunum á því að Clinton hljóti útnefningu flokksins sem forsetaefni hans. Spurningin er hreinlega að verða sú hve lengi þrjóskast hún við.

A funny thing is happening. While Hillary and Bill appeal to super delegates to override the will of the voters and back Hillary, the super delegates are doing just the opposite

Og miðað við hvernig landslagið virðist liggja í þeim prófkjörum sem eftir eru verður Clinton líklega að fá stuðning yfir 2/3 hluta (líklega um 220 af 334) sjálfkjörnu fulltrúanna sem enn eiga eftir að lýsa yfir stuðningi við annað hvort þeirra. Ég sé ekki að það komi til með að gerast.

Mér virðast því öll vötn renna til Dýrafjarðar í þessum efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er mjög spenandi hvernig þetta fer ég fylkjast mjög spennt með.

 Góðar kveðjur til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband