12.3.2008 | 00:43
Obama vinnur prófkjörið í Mississippi
Það fór eins og maður átti von á að Obama vinnur prófkjörið í Mississippi. Þegar kjörstöðum var lokað var hann strax lýstur sigurvegari í fréttamiðlum vestan hafs og líklega verður sigurinn eitthvað í kringum 20% hjá honum.
Þessi sigur ætti að gefa honum í kringum 20 kjörmenn og Clinton þá rúmlega 10 en í raun breytir það ekki svo ýkja miklu því frambjóðendurnir eru strax farnir að líta til Pennsylvaniu þar sem kosið verður í apríl eða eftir um það bil sex vikur. Þar hefur Clinton gott forskot samkvæmt skoðanakönnunum en það á líklega eitthvað eftir að breytast fram að kjördegi.
Svo er auðvitað mjög líklegt að einhver hreyfing komist á málefni Florida og Michigan þessar vikur sem frí er frá prófkjörunum.
Uppfært, Úrslit :
Obama 61% atkvæða - 21 kjörmaður
Clinton 37% atkvæða - 12 kjörmenn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:58 | Facebook
Athugasemdir
Þú klikkar ekki í fréttaflutningnum.
Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 00:44
Ég get svarið það þetta er eini staðurinn sem ég fylgist með þessum kosningum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 11:22
Já hann Obama vinnur þetta.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 19:58
Ég þakka góð orð. Þetta er nú mest eitthvað áhugamál og ekki nándar nærri allt skrifað svo sem er fyrir augun ber enda er ég endalaus grúskari. En gaman og gott ef einhver getur notað þetta.
Ragnar Bjarnason, 12.3.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.