Prófkjör í Mississippi og kjörmannahugleiðingar

Það er enn eitt prófkjörið í dag en nú er það Mississippi sem er undir með eina 33 kjörmenn í boði hjá Demókrötum. Það eru ákaflega góðar líkur á því að Obama vinni frekar stórt í dag þar sem hann á góðan stuðning vísan hjá svörtum kjósendum og þeir verða líklega um 50% þátttakenda í prófkjörinu í dag. Obama sigraði síðan í Wyoming á laugardaginn, frekar stórt meira að segja eða nærri því 60-40. Það góða sem Clinton tók útúr því var tiltölulega jöfn skipting kjörmanna eða 7-5 Obama í vil.

Annars er það athyglisvert að samkvæmt RCP að í prófkjörunum í Texas, Ohio, Rhode Island og Vermont í síðustu viku náði Clinton 10 fleiri kjörmönnum en Obama. Það voru nú ekki fleiri sem hún náði og á dögunum fram að forvalinu í Wyoming náði Obama þeim til baka í sjálfkjörnu kjörmönnunum.

En aðeins að kjörmannafjölda hvors frambjóðanda. Obama er með 1589 en Clinton 1470 fyrir prófkjörið í dag samkvæmt RCP. Obama þarf því 436 kjörmenn til viðbótar til að hljóta útnefningu flokksins en Clinton 555 en mér telst til að 599 kjörmenn séu í boði í þeim prófkjörum sem eftir eru (og síðan þeir sjálfkjörnu sem ekki hafa stutt annað hvort þeirra opinberlega fram að þessu). Þetta þýðir að eigi Obama að hljóta útnefninguna þarf hann að fá um 73% þeirra kjörmanna sem eftir eru en Clinton um 93% þeirra. Það er auðvelt að sjá að þetta getur hvorugt þeirra afrekað. Auðvitað skekkir það myndina aðeins að það eru alltaf að detta inn hjá öðru hvoru þeirra stuðningur sjálfkjörnu fulltrúanna og þar með lækkar hlutfallið sem hvort þeirra þarf af kjörmönnum sem í boði eru í prófkjörunum.

Og síðan eru það Flórida og Michigan. Það eru flestir orðnir heitir fyrir því að kjósa hreinlega aftur í þessum ríkjum, vandamálið er að enginn vill borga fyrir það. Það nýjasta í þeim efnum er að hafa póstkosningu, sem í sjálfu sér gæti alveg virkað held ég.

En þar með eru komnir fleiri kjörmenn í spilið eða 366 (eitthvað um það bil) í viðbót og þar með lækkar hlutfallið sem Obama eða Clinton þurfa af kjörmönnum í boði. Mér sýnist að það hjálpi Obama meira en Clinton þó svo að Clinton sé líklega sterkari í báðum þessum ríkjum heldur en Obama. Ég held meira að segja að það muni koma til með að færa honum útnefninguna, verði kosið aftur í þessum tveimur ríkjum með upprunalegan kjörmannafjölda í boði. Með þær kosningareglur sem í gangi eru fær Obama nefnilega alltaf góðan skerf af kjörmönnum þó svo að hann tapi prófkjörunum.

En við skulum sjá til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband