Bloomberg sem varaforsetaefni?

Menn hafa verið að velta fyrir sér varaforsetaefnum frambjóðendanna í Bandaríkjunum undanfarið og hafa þar verið mjög svo lógísk nöfn á ferðinni. Allt saman vel rökstutt og skynsamlegt svo sem þar sem kostir og gallar eru sagðir og á köflum eru þessar hugrenningar orðnar meira spennandi en val framboðsefnanna sjálfra.

Í New York Times í dag skrifar Michael Bloomberg grein þar sem hann lýsir því yfir að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta í haust. En það vakti athygli að hann sagðist í þessari grein ekki ætla að horfa aðgerðalaus á.

And while I have always said I am not running for president, the race is too important to sit on the sidelines, and so I have changed my mind in one area. If a candidate takes an independent, nonpartisan approach — and embraces practical solutions that challenge party orthodoxy — I’ll join others in helping that candidate win the White House

Það er nefnilega það. Og ég rakst á blogg þar sem þessi grein Bloombergs er krufin þónokkuð vel finnst mér og komist að þeirri niðurstöðu að það komi hreinlega vel til greina að Michael Bloomberg verði varaforsetaefni Obama í haust.

Það sem helst er talið því tvíeyki til tekna er að þá verði brennidepill kosningabaráttunnar á efnahagsmál en ekki stríðið í Írak og þar geti þeir félagar valtað yfir John McCain í haust.

Obama can wipe the floor with McCain on domestic issues, and has the eloquence to show people why a Democratic approach to those issues is needed now. With Bloomberg he can can argue for a financially responsible way to implement them, and can argue for a return to the relative fiscal responsibility of the Clinton years after eight years of Republican economic mismanagement

Athyglisverð kenning, eiginlega með þeim betri síðustu daga sem ég hef lesið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta fer að verða spennandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 08:42

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Þetta heldur alltaf spennunni já og hún eykst eiginlega bara.

Ragnar Bjarnason, 29.2.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband