Obama vinnur enn og McCain í vandræðum

Á meðan allt logar í kringum John McCain í dag vegna greinar í New York Times þar sem hann er sagður hafa átt í óviðeigandi sambandi við ungan "lobbyista" af hinu kyninu bætti Obama við sig nokkrum kjörmönnum. Ég veit ekki alveg hvort það var óviðeigandi að "lobbyistinn" var kona eða hvort það var bara að þetta var lobbyisti. En þetta er McCain svolítið snúið og tekur tíma hans frá öðrum fyrirliggjandi verkum.

En þá að aðalatriðinu. Í dag voru ljós úrslit í prófkjöri Demókrata búsettra erlendis en þeir eiga rétt á 22 kjörmönnum sem fara með 11 atkvæði á landsfundi Demókrata í haust. Þetta prófkjör vann Obama með 65% atkvæða á móti 32% Clinton. Því sýnist mér hann fá 14 kjörmenn þarna (7 atkvæði) og Clinton 8 (4 atkvæði). Ekki margir kjörmenn en það hefur nú verið barist yfir minna t.d. voru 20 kjörmenn í boði í forvalinu á Hawaii.

Það dró því aðeins í sundur með þeim í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ekki alltaf verið að reyna að koma af stað ljótum orðróm. 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband