20.2.2008 | 13:13
Molar síðan í gær
Hann kom aðeins á óvart þessi stóri sigur Obama á Clinton í Wisconsin í gær, 58%-41%. Skoðanakannanir höfðu vissulega gefið til kynna sigur Obama (allar nema þrjár) en mjög fáar þeirra yfir tíu prósenta sigur.
Útgöngukannanir sýna líka að Obama er að ná eða sigla framúr Clinton í stuðningi meðal þjóðfélagshópa sem hafa verið "hennar" fram að þessu. Þetta er þeir sem hafa lágar árstekjur (undir 50þús$ á ári), konur og þeir sem hafa litla eða enga menntun.
Ef Clinton nær ekki að breyta þessu mynstri er útséð um að hún verði forsetaefni Demókrata.
En getur verið að hún sé búin að sjá þetta og sé farin að huga að því að vera varaforsetaefni? Hún hringdi víst í gær til Obama til að óska honum til hamingju með sigurinn í Wisconsin, eitthvað sem maður átti ekki von á.
John McCain, sem er næsta örugglega forsetaefni Repúblikana, virðist álíta að Obama sé að ná takmarkinu hjá Demókrötum. Hann beindi öllum sínum spjótum að Obama í ræðu sinni í gær, sem reyndar hljómaði eins og ræða frá Clinton en hvað um það.
Getur það verið að úrslitin í Wisconsin hafi áhrif á úrslit í Texas og Ohio? Ég held það vegna mikils munar. Hefði munurinn verið lítill hefði þetta ekki skipt neinu máli og ef Clinton hefði unnið hefði landslagið verið allt annað. Síðan eru tvær vikur langur tími til að heyja kosningabaráttu og þegar Obama hefur svo langan tíma kemur honum til með að vegna betur en ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vona svo innilega að Clinton hafi þetta.
Kolgrima, 20.2.2008 kl. 19:05
Í mínum huga er Obama out.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.