Misgóðar ákvarðanir

Það er alveg ljóst að fólk tekur misgóðar ákvarðanir sem nær alltaf er hægt að sjá hve gáfulegar eða ógáfulegar eru eftirá.

Hitt er líka ljóst að við í björgunarsveitum landsins spyrjum ekki að því hve gáfulegar ákvarðanir fólks eru sem leiða það í þannig aðstæður að leita þarf aðstoðar.

Okkar hlutverk er hins vegar að veita aðstoð þegar á þarf að halda og það er gert án flokkunar.

Ég held að menn verði að fara ákaflega varlega í umræðuna um "hvað kostar þetta" og "láta borga fyrir björgun". Það kemur frekar til með að valda hættulegri aðstæðum frekar en fækka ógáfulegum ákvörðunum að mínu mati.


mbl.is Lögðu á lokaða Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband