Úrslit prófkjörs í Louisiana

Þegar rétt tæplega helmingur atkvæða hafa verið talin í prófkjöri Demókrata í Louisiana hefur Obama verið lýstur sigurvegari í því ríki. Þar með hefur hann unnið öll þrjú ríkin þar sem kosningar voru í dag þar sem hann var fyrir nokkru lýstur sigurvegari í Washington ríki einnig (68-31). Svo má ekki gleyma Jómfrúreyjum en þar vann Obama líka. 

Útgönguspár virtust gefa þennan sigur í Louisiana til kynna og fljótlega eftir að tölur fóru að berast mátti ljóst vera í hvað stefndi.

Staðan er eins og er svona;

Obama 54%,    Clinton 38%

Hjá Repúblikönum er slagurinn harðari en mér sýnist Mike Huckabee vera að sigra bæði í Louisiana og Washington. Það er þó alls ekki víst en ef svo fer eru það óvænt tíðindi og þó svo að hann hafi ákaflega lítinn möguleika á að vinna McCain í útnefningarslagnum þá setur þetta vissulega strik í reikninginn fyrir McCain. Hann lítur ekki út sem sigurvegari nákvæmlega núna heldur virðist hann vera fremur viðkvæmur og greinilegt að hann þarf að taka á hlutunum til að klára slaginn.

Huckabee getur þá sáttur náð því sem sumir telja takmark hans með því að halda slagnum áfram, að fá fleiri kjörmenn en Romney. (Og kannski benda á sjálfan sig sem varaforsetaefni í leiðinni).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband