Álver og skipulag

Álversframkvæmdir hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið þó sú umræða hafi horfið svolítið í skuggann vegna dómaraskipunar Árna Matt. og REI máls. Eitthvað hefur verið skrafað um Helguvík og svo auðvitað um Bakkaálver hér fyrir norðan.

Iðnaðar- og byggðamálaráðherra leit meira að segja við á Húsavík um daginn og hélt fund þar sem þetta mál var efst á baugi. Þá var að skilja að unnið yrði áfram að því máli af hans hálfu þó að ummæli hans í þeim efnum hafi verið loðin og teygjanleg eins og hans er von og vísa. (Koma í sokka færslan mín um Össur bíður birtingar).

Eftir fundinn var helst talað um að umhverfisráðherra væri einhver steytingarsteinn varðandi framkvæmdina. Þó er það svo samkvæmt mínum heimildum að umhverfisráðherra skrifaði undir svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum þann 16. janúar en það er auðvitað grunnur fyrir framkvæmdum á svæðinu til orkuöflunar fyrir álver á Bakka.

Þetta hefur farið frekar hljótt sem og mestöll umræða um vinnu við þetta skipulag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hlýtur að skírast fyrr en síðar. Vona að þið fáið álver.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gangi ykkur vel með þetta! ... og látið ekki bullara tala úr ykkur kjarkinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband