Staðan í forkosningunum

Hvers lags orðskrípi er annars "forkosningar"? Betra að hafa annað hugtak yfir þetta held ég.

Mér sýnist annars að mjög margir stjórnmálaskýrendur vestan hafs telji stöðu Obama betri en Clinton þessa stundina einhverra hluta vegna. Þessu er ég ósammála. Clinton tel ég vera betur setta en Obama. Hún varðist mjög sterka ásókn Obama í aðdraganda ofur þriðjudagsins, kom sem sagt betur út þar heldur en von var jafnvel á. Að auki virtist hægja svolítið á fylgisaukningu Obama og útgangskannanir virtust sýna að þeir sem ákváðu sig seinustu þrjá dagana fyrir kosningu kusu frekar Clinton.

Þá er Clinton mun sterkari en Obama meðal þess stóra hóps sem sjálfkjörnu fulltrúarnir eru en ég átti von á því að í kjölfar stuðningsyfirlýsingar Teddy Kennedy myndu mun fleiri slíkir fylkja sér að baki Obama. Það hefur ekki gerst ennþá svo neinu nemi.

Það er því mikilvæg kosning í fjórum ríkjum hjá Demókrötum um helgina. Ef Obama ætlar að ná forskoti verður honum að vegna ákaflega vel um helgina annars styrkist Clinton verulega.

Ég held því að helgin og reyndar næsti þriðjudagur komi til með að skýra málið nokkuð vel þó svo að það sé algjörlega ljóst að baráttan heldur áfram næstu vikurnar að minnsta kosti.

Annars er staðan í kjörmönnum talið (mínus sjálfkjörnir) samkvæmt RCP: Clinton 866 og Obama 877.

Annars lýsti ríkisstjóri Washington (Christine Gregoire) yfir stuðningi við Obama í dag og tekur þátt í kosningabaráttu hans í ríkinu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það hefði ekki staðið í honum Gísla gamla í Holti að finna skárra orð en "forkosningar."

Árni Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það held ég að sé hárrétt hjá þér. Ég var nú að vonast eftir einhverjum tillögum hér líka en ég get svo sem líka stungið upp á forsetaefniskosningar þar sem jú verið er að kjósa um forsetaefni.

Ragnar Bjarnason, 8.2.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband