Prófkjörssúpan á morgun

Á morgun eru prófkjör í 24 ríkjum Bandaríkjanna. Í einum 19 ríkjum hafa báðir flokkar prófkjör en síðan eru Demókratar með í þremur að auki og Repúblikanar tveimur öðrum. Sem sagt kosningar í 24 ríkjum í heildina.

Stutt og skýr greining á ástandinu: McCain kemur út sem sigurvegari hjá Repúblikönum en hjá Demókrötum stefnir allt í jafntefli.

Þetta er stutta útgáfan en eins og við allar stuttar útgáfur má spyrða við lengri gerð og hún fer hér á eftir hjá mér.

Wall Street Journal telur að þrátt fyrir jafnteflislíkur þá geti Clinton ennþá komið út úr slagnum á morgun sem sigurvegari:

by capturing majorities in California; Sen. Clinton's home state of New York and next-door New Jersey; former home state Arkansas; Tennessee, which has fewer black voters than other Southern states; and in at least one of a group of states where Sen. Obama is competitive -- Connecticut, Massachusetts, Arizona and Missouri.

Vandamálið er bara að Obama hefur verið að sækja í sig veðrið (og fylgið) hratt og örugglega undanfarna daga og það eru þónokkuð mörg ríki sem skoðanakannanir sýna of mjótt á munum til að segja fyrir um sigurvegara í þeim. Spurningin í gær var hvort ofur þriðjudagurinn kæmi of fljótt fyrir Obama en spurningin í dag er hvort ofur þriðjudagurinn komi of seint fyrir Clinton. Svona hefur þetta breyst á stuttum tíma.

Þrátt fyrir þann mikla fjölda ríkja sem kosið er í á morgun er mest horft til eins ríkis, Kaliforníu. Fjölmennasta ríkið og gefur þar af leiðandi flesta kjörmennina, heil 18% af þeim fjölda kjörmanna sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins. Þar sýna kannanir að Obama sé kominn fram úr Clinton (síðan er hann að auki kominn með betra hlutfall í "intrade" þar sem veðjað er á sigurvegara, 42-40, og sumir vilja meina að það sé betri vísbending en kannanirnar).

Eitt er þó ljóst. Úrslitin ráðast ekki hjá Demókrötum á morgun en líklegast er að það verði klárt jafntefli þar sem kjörmönnum hjá Demókrötum er úthlutað hlutfallslega en ekki eins og hjá Repúblikönum þar sem sigurvegari ríkis fær alla kjörmenn þess. Þá er líklegt að Obama haldi áfram að sækja í sig veðrið og vinna á í þeim ríkjum sem kjósa síðar. Þá er einnig talið að hann sé að fá meiri hljómgrunn meðal sjálfkjörinna kjörmanna (superdelegates) og þeir skipta ekki svo litlu máli, eru um 800 talsins.

Meira fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband