Ökutímar

Það bar til tíðinda í gær að ég skellti mér í leikhús á Akureyri og sá hina umtöluðu sýningu, Ökutímar. Í stuttu máli sagt stórgóð sýning þó innihaldið væri í grunninn dimmt og kalt. Kristín Þóra lék lykilhlutverkið ákaflega vel en öll framsetning verksins var með ágætum.

Fyrir sýninguna var ég búinn að heyra að Lay Low, sem sér um tónlist verksins, "stæli" verkinu og því nyti það sín ekki til fulls. Því er ég algjörlega ósammála. Tónlistin, innsetning hennar og notkun í rennslu leikverksins unnu afar vel saman að mínu mati og því var heildarmyndin jafn góð og raun ber vitni.

Hitt er síðan að mér líkar tónlist Lay Low vel og er mjög hrifinn af textasmíð hennar. Ég er nú orðinn ævarandi aðdáandi tónlistar hennar og það er ekki auðvelt að komast á þann stall hjá mér.

Hefði ekki viljað missa af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Væri sko alveg til í að skreppa norður í leikhús. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband