24.1.2008 | 12:42
Hvað hef ég svo sem um málið að segja?
Mér finnst vera mikill sjónarsviptir og missir að Björn Ingi Hrafnsson skuli hafa ákveðið að segja sig frá borgarstjórn Reykjavíkur. Ég hef alla tíð stutt hann og verið hrifinn af framgangi hans í stjórnmálum innan Framsóknarflokksins. En svo virðist ekki vera um alla greininlega.
Það sem Björn Ingi hefur gengið í gegnum nánast frá upphafi ferils síns í flokknum er hrein ósanngirni og rætni á köflum. Bæði utan flokks og ekki síður innan, meira innan en mig óraði nokkurn tímann fyrir. Það finnst mér miður, mjög miður. Það er kristaltært að með svona félaga þarf maður enga mótherja.
Ég sakna þess sérstaklega að formaður flokksins skuli ekki, mér vitanlega né sýnilega, hafa gengið í þau mál sem nú hafa æxlast á þann veg sem orðið er. Gengið þannig í þau að sómi væri af fyrir flokk og annan forystumann, sem gæti hafa þurft á slíku að halda. Hvar er styrkurinn fólginn? Jú í því að ganga inn og leysa vandamál þegar á þarf að halda. Ég hef alltaf verið hrifnari af því að leysa vandamál en búa þau til, ég veit að svo er ekki farið um alla.
En ég held áfram að styðja Björn Inga og óska sérstaklega eftir því að hann haldi áfram pólistískum störfum á vettvangi Framsóknarflokksins því þar á hann allan minn stuðning þó svo ekki mikill sé kannski í sjálfu sér. Ég er jú langt frá Reykjavík.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.