23.1.2008 | 19:10
Kynþáttakosningar hjá Demókrötum?
Alveg frá því að Barack Obama hóf vegferð sína til útnefningar Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust, hefur hann gert allt sem hefur getað til að halda kynþáttamálum frá baráttunni. Þetta er ekki kynþáttabarátta heldur val um forsetaefni byggt á málefnum en ekki kynþætti. Smátt og smátt hefur þessi nálgun hans held ég laðað að honum fleiri og fleiri svarta kjósendur af því að þeir trúa því að það sé möguleiki að aðrir en þeir kjósi hann og þar með sé raunverulegur möguleiki á útnefningu hans. Það er ekki lengur bara draumórar að svo sé.
Það var Clinton sem kom upp með MLK og fékk á baukinn í staðinn. En ef þau ganga lengra? Sumir tala um að það sé stragetía hjá þeim að sjást sækjast eftir atkvæðum svartra í Suður-Karólínu, eitthvað sem þau vita alveg að gengur ekki hjá þeim. Síðan hafa þau leitt athygli fjölmiðla á því hve margir slíkir kjósendur mæti á kjörstað í SK og hve miklum stuðningi það skilar Obama.
Og bingó. Hellingur af hvítum kjósendum snýr frá Obama í framhaldinu af því að hann er bara fyrir svarta fólkið. Eða eins og segir á síðu Rasmussen kannanafyrirtækisins ameríska:
If Hillary loses South Carolina and the defeat serves to demonstrate Obamas ability to attract a bloc vote among black Democrats, the message will go out loud and clear to white voters that this is a racial fight. Its one thing for polls to show, as they now do, that Obama beats Hillary among African-Americans by better than 4-to-1 and Hillary carries whites by almost 2-to-1. But most people dont read the fine print on the polls. But if blacks deliver South Carolina to Obama, everybody will know that they are bloc-voting. That will trigger a massive white backlash against Obama and will drive white voters to Hillary Clinton
Snilldarplan, engin fingraför og allir sáttir. "Only in America" er það fyrsta sem manni dettur í hug.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bara að fylgjast me. Kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.