22.1.2008 | 22:56
Það verður ekki Clinton/Obama eða Obama/Clinton í haust
Ein af niðurstöðum kappræðna Demókrata í Suður-Karólínu í dag virðist vera sú að nú telja sumir það vera orðið skýrt að þau fari ekki saman í forsetaframboð í haust. Það er að segja að annað verði ekki varaforsetaefni þess þeirra sem vinnur útnefninguna.
Annars var þetta hörð senna þeirra á milli og öðru hverju skaut Edwards upp en hann er annars læstur í hlutverki þriðja hjóls í þessu. Hér er smá myndband með Hilary og hér er smá myndband með Barack. Hér er síðan hlekkur á álit nokkurra sérfræðinga á kappræðunum.
Einhversstaðar sá ég svo einkunnagjöfina A- á Obama þar sem hann hefði verið í heildina góður þrátt fyrir nokkur veik moment. B+ á Clinton og Edwards þar sem Clinton hefði verið æst í að fá Obama í slag (með Bill tilbúinn með sverðið á hliðarlínunni).
En þetta var bísna heit umræða þeirra á milli eins og sjá má
Obama said Clinton had worked as "a corporate lawyer sitting on the board of Wal-Mart" while he was a community organizer. Clinton jabbed Obama for representing a slumlord when he was a lawyer in Chicago.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.