Hugleiðingar eftir úrslitin hjá Demókrötum í gær

Clinton vann í Nevada í gær, Obama tapaði. Þar sem hlutirnir hafa snúist um að byggja upp "moment" fyrir ofur þriðjudaginn 5. febrúar þá er það mjög mikilvægt fyrir Clinton að hafa unnið í Nevada. Þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi sýnt það fyrirfram að svo færi þá lásu menn hlutina þannig samt að Obama gæti unnið Nevada, líkt og Clinton gerði í New Hampsire.

Ef annar hvor aðilinn átti meiri efni á að tapa þá var það Obama því nánast öruggt er talið að hann vinni í Suður-Karólínu á laugardaginn kemur. Nýjustu kannanir sýna hann með yfir 10% forskot þar. Og þá er staðan 2-2 þeirra í millum í ríkjum talið en sigur Clinton í Michigan telur auðvitað ekki með í þessu. Hlutirnir hafa breyst við þessi úrslit telja samt fjölmiðlar í BNA. Obama hafði "momentum" eftir IOWA sem skilaði sér ekki inn í New Hampsire (nokkrar góðar skýringar til um skoðanakannavillur fyrir þær kosningar). Nú líta menn á að Clinton sé komin á ölduna góðu og sé að ná yfirhöndinni varðandi hið tíðrædda "momentum". Það er kannski þess vegna sem Obama gekk langt í að lýsa yfir kjörmannasigri í Nevada, til að reyna að stöðva tilfærslu "momentsins" en samkvæmt fjölmiðlum virðist hann ekki hafa náð því fyllilega.

Þetta snýst nefnilega svo mikið um það að hafa "BIG Mo" inn í "Super tuesday" (sumir ganga það langt að nefna hann "Tsunami tuesday") í stað þess að hafa "No Mo" eins og einhver stjórnmálaskýrandinn orðaði það.

Þá er það Flórida, þar sem kosið verður 29. janúar, sem mesta spennan og lokauppbygging "momentsins" sem allt byggir á. Í Flórida hefur Clinton góðan meðbyr og kemur vel út í könnunum þar, með á bilinu 8-33% fram yfir Obama. Hann hefur reyndar verið að saxa á forskot hennar allsstaðar en líklega nær hann ekki nær Clinton þar en 8-10% og þar með fer Clinton inn í ofur þriðjudaginn á hárri öldu augnabliksins.

Ég veit síðan að einhverjir reikna með því að annað hvort þeirra dragi sig út úr kapphlaupinu eftir 5. febrúar en ég geri það ekki. Ég reikna með að Clinton verði ofan á eftir þann dag en Obama held ég að telji sig eiga meira inni og hafi meira til málanna að leggja. Ég held að þetta fari langt þetta kapphlaup. Síðan má ekki gleyma John Edwards, sem skýrendur vestan hafs kalla atvinnustjórnmálamann. Hann kemur til með að hafa kjörmenn og fylgi eftir ofur þriðjudaginn sem annað hvort Clinton eða Obama myndi gjarnan vilja fá. Þá er spurningin hvað hann fær í staðinn en ég reikna örugglega með að þá dragi hann sig til baka og semji um eitthvað gott embætti sér til handa fyrir þann aðila sem hann telur sigurstranglegri á þeim tímapunkti.

Eitthvað áframhald verður á þessu hjá mér á næstunni, þ.e.a.s. ef einhver nennir að lesa þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Bonk Candidates  Bonk Candidates

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband