20.1.2008 | 02:30
McCain lýstur sigurvegari í Suður-Karólínu
Sumar fréttastöðvar í Bandaríkjunum, meðal annars AP og Fox, hafa nú lýst John McCain sigurvegara í prófkjöri Repúblikana í Suður-Karólínu. Nú hafa 82% atkvæða verið talin í ríkinu og er staðan eftirfarandi: McCain 33%, Huckabee 30%, Thompson 16%, Romney 15%, Paul 4% og Giuliani 2%.
Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir McCain í ríkinu þar sem sagt er að hann hafi tapað slagnum árið 2000. Tölfræði þeirra Bandaríkjamanna segja að síðustu áratugina sé þetta ríkið til að vinna því enginn sem hafi tapað hér hafi náð útnefningu flokksins. Ég held samt að hafa verði í huga hvað baráttan er jöfn þetta árið áður en stokkið er á slíkt sem sannleik nú um stundir.
Hér nær Thompson sér aðeins á strik miðað við það sem verið hefur en líklega er það ekki nóg fyrir hann til að endast mikið lengur og eins hljóta að fara að vakna spurningar varðandi baráttu Giulianis og Pauls þó allendis sé það óvíst að þeir falli úr baráttunni strax.
En svona er þetta núna, lokatölur koma hér í uppfærslu líklega í nótt eða þá á morgun. Síðan er ætlunin að kryfja þessi prófkjör dagsins eitthvað á morgun ef tími vinnst til og ef maður hefur eitthvað í það að gera.
Það held ég.
Uppfært: Nú er búið að telja vel yfir 90% atkvæða og hlutfallstölurnar hjá frambjóðendunum hafa ekkert breyst. Menn velta því helst fyrir sér hvort Thompson hætti dragi sig ekki til baka í kjölfar þessara úrslita en í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn sína svona nánast ýjaði hann að því en gaf það samt ekki út. Menn reikna samt frekar með því miðað við hvað hann var búinn að segja fyrir prófkjörið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.