Nauðsynlegur sigur í höfn

Nauðsynlegur sigur í höfn hjá liðinu sem er auðvitað mjög gott. Ákaflega góður varnarleikur á löngum köflum í fyrri hálfleik þar sem í kjölfarið fylgdu vel útfærð hraðaupphlaup sem skila mörgum ódýrum mörkum. Ekki alveg það sama uppi á teningnum í seinni hálfleik enda kannski erfitt þar sem andstæðingarnir sáu auðvitað að þeir þurftu að stoppa nákvæmlega þetta hjá Íslendingum. Þeir reyndu það og tókst á köflum vel og þar með kom smá hik í þessa hlið leiksins.

Það sem er aftur á móti verulegt áhyggjuefni varðandi framhaldið er að uppstilltur sóknarleikur er hreint og beint ekkert að ganga. Það er erfitt að komast langt þegar svo er þannig að það þarf að batna.

Tæplega stórsigur samt þó allt hafi bent til þess í hálfleik.

Það held ég.


mbl.is EM: Stórsigur gegn Slóvakíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband