Allt að gerast í Nevada

Það er ákaflega erfitt að segja nokkuð til um hvernig forval Demókrata í Nevada fer á morgun. Ég er búinn að eyða kvöldinu í að lesa og hlusta á ýmsa spekinga leggja línurnar og segja sitt álit með röksemdum og að því að virðist færum hugsunum. Enginn þeirra hefur þó viljað taka af skarið með úrslit vegna ýmissa þátta sem þeir hafa verið að segja frá og greina. Þrátt fyrir að ég hallist að sigri Obama eins og ég sagði í niðurlagi síðustu færslu að þá eru allar skoðanakannarir í ríkinu á þann veg að Clinton er með forskot á Obama. Mismikið reyndar eða allt frá tæplega fjórum prósentum, sem er nálægt því að vera innan skekkjumarka, og allt upp í ein níu prósent. Slíkur munur verður aftur á móti að teljast afgerandi. Samt eru menn ekki vissir á því að slíkar verði niðurstöðurnar.

Fyrst ber að telja að um er að ræða “caucus” en ekki “primary” (forval og prófkjör ??). Muninum á þessu er ég sjálfur rétt búinn að ná en tæplega nægilega vel samt til að leggjast í flóknar útskýringar. Þetta gerir það að verkum að ekki er endilega auðvelt að sjá hvernig fulltrúarinir úr “caucus” skiptast eða leggjast eftir umdæmum í ríkinu. Þetta semsagt flækir spár byggðar á könnunum í þessu umhverfi.

Næst er um að ræða að lykilmenn í herbúðum Clinton hafa leynt og ljóst talið sig “eiga” þann þjóðfélagshóp sem á rætur að rekja til Suður-Ameríku (latino/hispanic) en sá hópur er tiltölulega stór í Nevada. Þessa “eign” sína á þessum hóp hefur Clinton byggt á innbyggðu eða náttúrulegu vantrausti hans á þeldökkum (African-Americans) íbúum Bandaríkjanna. Það sem virðist síðan vera að gerast er að pendúllinnn er að sveiflast hægt og rólega yfir til Obama í þessum hóp (latino/hispanic). Sé það raunin þá eru kannanirnar ekki að gefa nægilega gott forspárgildi fyrir niðurstöðuna. Siðan skiptir auðvitað máli hversu hratt pendúllinn sveiflast sé hann kominn á hreyfingu.

Þriðja atriðið er svo lögsókn stuðningsmanna Clintons í ríkinu varðandi kjörstaði í vikunni þar sem þeir reyndu að koma í veg fyrir að kosið starfsmenn í spilavítunum gæti kosið nánast á vinnustaðnum. Það var ekki vel séð af þeim og samtökum þeirra eins og gefur að skilja en margir þeirra tilheyra einmitt latino/hispanic hópnum og styður það pendúlsveifluna sem lýst er hér að framan. Í kjölfar þessa dómsmáls, sem stuðningsmenn Clintons töpuðu, kom síðan auglýsing þar sem sagt var: Clinton vill taka af okkur réttinn til að kjósa, Obama er að verja rétt okkar til að kjósa, hann vill atkvæði okkar.

Fjórða atriðið er síðan að Obama hefur breytt um taktík. Hingað til hefur hann lítið verið að svara oft á tíðum hörðum árásum Clinton á sig beint heldur tekið þögnina á það og virt að vettugi. Sumir hafa haldið því fram að hann hafi tapað miklu í New Hampsire á því og hann vilji ekki eiga það á hættu nú. Þar er meðal annar vitnað í framkomu þeirra í panel í sjónvarpi á þriðjudagskvöld þar sem þau voru spurð um helstu veikleika þeirra.

Og til að horfa aðeins fram á veginn þá hefur mikil breyting átt sér stað í Kaliforníu í könnunum í átt til Obama en Clinton heldur yfirgnæfandi forskoti í Florida. Það skiptir reyndar engu máli að því að virðist vegna þess að kjörmenn þaðan verða ekki gjaldgengir í landsþingið í sumar.

Að öllu þessu framlögðu þá ætla ég að halda mig við mína fyrri spá og segja Obama 38%, Clinton 32% og Edwards 21%. Reyndar eru farnar að heyrast raddir um að Edwards eigi að draga sig í hlé, hann geti ekki haldið hinum tveimur svona í herkví mikið lengur.

Síðan held ég að maður verði að fara að skoða Repúblikana betur og gera því kannski einhver skil. Þar er baráttan í algleymi eins og sagt er og mikið í spilunum.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert ekkert smá vel að þér í þessum málum.  Ég er svo áhugalaus um bandarísk stjórnmál. Kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband