18.1.2008 | 22:36
Hellt úr auglýsingaskálunum í Nevada
Hér má sjá þrjár nokkuð sterkar auglýsingar frá Barack Obama sem sýndar eru núna í Nevada þar sem forval fer fram á morgun.
Mér finnst þessar auglýsingar nokkuð góðar en slagurinn er harður og föst skot hafa gengið á milli Clinton og Obama undanfarið þar sem Hillary hefur nokkuð ákveðið notað Bill í sinni baráttu.
Nokkuð ljóst að þau draga streklega fram það sem skilur þau að. Hillary notar reynslu sína sem agn en Barack einbeitir sér að því að sýna fram á að hann geti breytt hlutunum. (og hér verður að koma hlekkur á eina "semi" auglýsingu frá Clinton)
Annars hefa orðið mjög miklar breytingar á fylgi þeirra í skoðanakönnunum síðasta mánuðinn sérstaklega þar sem Obama hefur sótt verulega á. Skemmtilegt að skoða það nánar þar sem kannanirnar eru greindar nokkuð vel niður eftir hinum ýmsu þáttum. Skoðanakannaumræðan hefur snúist dálítið um að þær séu ómarktækar þar sem þær eru gerðar á landsvísu og þar með hafi þær ekkert forspárgildi um einstök ríki en aðrir segja þær hafa mjög mikið að segja fyrir kosningarnar 5. febrúar því að þann dag kjósi ein 22 ríki og þá sé nánast um að ræða kosningu á landsvísu.
Verst er að ég kemst varla yfir að innbyrða allar þær upplýsingar sem ég næ í varðandi þetta. Þetta er því alvöru grúsk að mínu skapi.
Það held ég.
ps. Spái því að Obama vinni með nokkrum prósentum á morgun og Clinton verði frekar svekkt með niðurstöðu sína því hún verði verulega undir væntingum og Edwards verði sterkari einnig en margir eiga von á. (Þetta gæti líka litið illa út á sunnudag eins og þetta með Thompson hjá mér á miðvikudaginn).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.