Gera konur ekkert fyrir knattspyrnuna?

Það vekur athygli mína að við afhendingu gull- og silfurmerkja KSÍ í gærkvöldi skuli einungis fjórar konur fá afhent merki af annarri hvorri gráðunni, reyndar einni þeirra fjögurra gullmerki. Alls úthlutaði KSÍ 24 gullmerkjum og 53 silfurmerkjum.

Getur það verið að konur séu nánast ekkert að vinna að framgangi knattspyrnunnar á Íslandi eða er framlag þeirra ekki metið að verðleikum hjá þeim sem úthluta þessum viðurkenningum sem felast í merkjaafhendingunni?

Vitanlega er svona lagað alltaf vandmeðfarið og álitamál um hin og þessi nöfn geta komið upp (og gera það reyndar alltaf) en er þessi skipting ekki aðeins skökk?

Ég held það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ekki gott að segja hvað veldur, líklega þurfa þær samt að hafa sig meira í frammi.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband