Ekki góð fyrirsögn

Fyrirsögn fréttarinnar er eins og svo oft áður á Mogganum ekki góð.  Ákaflega lítið í innihaldi fréttarinnar sem styður fyrirsögnina, menn geta verið duglegir og vinnusamir, jafnvel talsvert í boltanum án þess að vera góðir.

Enda var Eiður bara talsvert slakur að mínu mati, sem og sumra sparkspekinga erlendis. Alveg jafn slakur og hann hefur verið í landsleikjunum undanfarið sem þó hafa nánast verið það eina sem hann hefur fengið að spreyta sig í haust eftir meiðsli.

Hvernig væri að hætta þessari sleikjudulu sem svo oft er ráðandi í fréttaflutningi af íslenskum íþróttamönnum erlendis, eða í það minnsta fjalla eins um alla. Ragna Ingólfs fékk nú að heyra það í grein í Mogganum um daginn að hún þyrfti nú að vinna þá betri líka ætlaði hún sér að komast hærra á heimslistanum.

Það held ég.


mbl.is Eiður góður í markalausu jafntefli Rangers og Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er innilega sammála þér, eiður smári er orðin einhver guð í augum íslenskra blaðamanna og hvað sem hann gerir fer i blöðin.  Ég fékk mig fullsaddan af þessu rugli þegar það kom frétt á mbl.is um daginn þar sem sagt var frá því að eiður smáir hafi skorað á æfingu.... og miðað við að sú frétt kom bara einu sinni þá er ég ekki hissa á að hann sé ekki að fá fleiri sénsa með aðalliðinu, hann er greinilega ekki að skora á æfingum...( gefið að morgunblaðið flytji okkur fréttirnar þegar hann skorar á æfingu)

Gísli Ólafsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:43

2 identicon

Sælir hvers konar öfund er þetta nú

er það ekki gott að vera vinnusamur ég veit nú ekki betur en svo að alveg sama hvernig leikurinn fór hjá Liverpool samt voru alltaf poolverjar betri !!!!!!

það er nú alltaf erfiðara að finnast einhverjir góðir i svona jafnteflis leikjum þar sem barátta er meiri. Barca lá nú talsvert á þeim.

nema kannski Rangers sé svo lélegt lið að það sé ræfilsdómur að vinna ekki svoleiðis lið þótt maður sé ekki GÓÐUR

þessi öfund út í Eið er alveg ótrúleg og það hefur nú frekar hallað fréttaflutningur á Eið frekar en hitt upp á síðkastið.

Hann var eini sem gat eitthvað á Lettum en þá var liðið lélegt en þegar hann var verri á móti littenstænum þá var ritað Eiður skúrkur en restin varla minnst á

ég skal viðurkenna að frændleiki minn við Eið knýr mig til að taka upp hanskann.

maður sem spilar með Barcelona er GÓÐUR

Friðrik Þór (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:25

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvað er gaman að vera góður í leik sem endar 0-0  ????

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Hannes Bjarnason

Hverskonar öfund er þetta eiginlega út í Eið Smára. Af hverju er fólk alltaf að atast út í þá sem gera það vel og koma sér áfram í lífinu. Það er til hugtak yfir þetta í Noregi, og það er "Janteloven". Janteloven segir að allir eigi að vera eins og enginn eigi að skera sig út úr.

Sammála Friðrik, það er enginn knattspyrnumaður á launaskrá hjá stórliði eins og Barcelona ef leikmaðurinn er ekki á heimsmælikvarða!

Ásdís, það er örugglega skemmtilegra að vera góður í leik sem endar 0-0, en að vera framsóknarmaður eftir kosningar

Hannes Bjarnason, 31.10.2007 kl. 19:34

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Engin öfund í Eið af minni hálfu, vil að Íslendingar eignist sem flesta og besta knattspyrnumenn og íþróttamenn yfir höfuð. Það var ekki erfitt að vera bestur á móti Lettunum var það nokkuð?

Mér finnst Eiður bara ekki hafa verið góður undanfarið og það hlýtur að eiga sýnar skýringar eins og lítil leikæfing vegna meiðsla til dæmis. .

Fyrir utan það Hannes að það er auðvitað landlægt hér á Íslandi að naga þá sem skara fram úr en það á ekki við í þessu tilfelli.

Ragnar Bjarnason, 31.10.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband