Kaldhæðni örlaganna

Það er svolítil kaldhæðni af hálfu örlaganornanna að eitt af síðustu opinberu störfum Vilhjálms fráfarandi borgarstjóra skyldi vera við afhjúpun friðarsúlu Yoko Ono. Manni sýnist nú ekki að hann hafi setið í algjöru friðarliði í eigin flokki síðustu dagana og all verulega lítur nú út fyrir að hann hafi fegnið að kenna á breiðu spjótum þeirra þegar tækifæri gafst til.

Annars hefur manni fundist það vera að gerast síðustu vikurnar að Vilhjálmur væri að missa stuðning innan eigin flokks hægt og sígandi en vera jafnvel á uppleið í áliti utan hans. Þeir sem með honum sitja í Sjálfstæðisflokknum skynjuðu minnkandi fylgi hans innan flokksins og fundu að nú var lag að velta bátnum aðeins og athuga hvort karlinn í brúnni myndi ekki blotna aðeins. Ég tel það hafa tekist all hressilega og líklega það vel að Vilhjálmur kallinn fer líklegast fljótlega af bátnum til að fara í þurr föt og ætli verði þá ekki ráðið í plássið hans á meðan.


mbl.is Vilhjálmur verður borgarstjóri fram á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skildi þó aldrei vera að það væru sögusagnir að Villi væri að dala. Hvernig líst þér á þinn mann eftir afrek dagsins? kannski er kaldlyndi Alfreð kokkur að þessu öllu, hef grun um það, alveg jafn sterkan og að Villi hafi verið farinn að missa stuðning. Svona er pólutíkin. Tóm leiðindi.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Þó ég sé harður Framsóknarmaður þá vil ég samt segja það að ég var afar sáttur við Villa sem stjóra. Á óskiljanlegan hátt þá finnst mér að hann hafi átt þetta skilið. Ég bendi á bloggið mitt þar sem ég tala um glímu...

Ég sé eftir Villa, en trúi því að hann fái góða forgjöf næsta sumar... Hann fær víst tíma fyrir golfið núna segir hann.

Sveinn Hjörtur , 11.10.2007 kl. 22:40

3 identicon

Sæll.

Ég er sammála síðasta ræðumanni. Villi fannst mér standa sig ágælega en hann missti tökin í þessu máli og var síðan ekki samkvæmur sjálfum sér, ætlaði að selja REI á einhverri brunaútsölu.

En Björn Ingi stóð sig vel miðað við aðstæður og á allavegna rós skilið en hvort hann fær hrós leiðir tíminn í ljós.

Alex Björn (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 11:23

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst allt þetta tal um brunaútsölu vera fyndið, menn apa þetta bjánaorð upp eftir Degi, var ekki VIlli bara að reyna að finna lendingu sem var heiðarleg og allir gætu orðið sátti. Það var löngu búið að ákveða að sprengja samstarfið, þurfti bara að finna góðan ásteitingarstein, minnir mig nú bara á framkomu Framsóknar í minni sveit (Árborg) þar var þetta ákveðið fyrirfram og svo notuð hallæris og algjörlega ótrúvreðug ástæða til að slíta. Ég er sko ekki að fíla framsókn.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 18:54

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Innlitkvitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.10.2007 kl. 13:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar þú bendir á þetta Ragnar, þá er þetta kaldhæðnislegt, eins og mest getur verið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband