Af hverju?

Af hverju eru frystikistur alltaf mældar í lítrum? Við Knútur komumst að því í vinnunni í gær að það væri mun praktískara að mæla þær í til dæmis skrokkum svona í tilefni haustsins. Ég setti einn skrokk í mína frystikistu um síðustu helgi og held alveg örugglega að ég komi eins og fimm stykkjum enn í hana.

Spáið í það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Byði það ekki uppá ákveðin vandamál líka? Er skrokkur af Hólsfjallalambi sambærilegur við Strandalamb að stærð og þyngd? Þetta er samt áhugavert fyrir þá sem auglýsa stórar frystikistur að mæla þær í skrokkum. Myndi auðvelda valið fyrir bændur og búalið

Guðmundur Ragnar Björnsson, 21.10.2007 kl. 11:59

2 identicon

erum við þá að tala um lambsskrokk, eða af fulloðnu eða jafnvel af hesti eða belju

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband