15.9.2007 | 23:45
Spurning um réttmæti fyrirsagnarinnar
Fyrirsögnin er afgerandi í þessu tilviki þar sem segir "Löglegt mark dæmt af Chelsea" en innihaldið er ekki í takt við fyrirsögnina hjá fréttaritaranum því þar segir hann "líklega var sá dómur rangur" þar sem átt er við þá ákvörðun að dæma mark af Chelsea vegna rangstöðu. Hægt hefði verið að bjarga sér með því að setja spurningamerki aftan við setninguna í fyrirsögninni nú eða vera samkvæmur sjálfum sér með því að halda innihaldi fyrirsagnarinnar til streitu í fréttinni sjálfri.
En uppskeran er bara léleg fréttamennska.
Löglegt mark dæmt af Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Haha, það kemur málinu ekkert við með hvaða liði hann heldur. Hann er bara að benda á lélega fréttamennsku. Það hefði getað staðið Portsmouth í stað Chelsea en innihald fréttarinnar hefði samt ekki verið samkvæmt fyrirsögninni.
Stefán Smári, 16.9.2007 kl. 11:50
Þetta er því miður standartinn hjá mbl í dag, fyrirsagnir eru til þess gerðar til að sem flestir smelli á þær og komist svo að því að greinin segir svo aðra sögu en fyrirsögnin.
Allt til þess að safna flettingum og koma þess vegna vel út úr samantekt yfir mest skoðuðu vefmiðlana.
Sorglegt en satt, og hefur ekkert með það að gera hversu mikið skítalið Chelsea er : )
Hafliði (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 12:50
Jæja. Hefur ekkert með Chelsea að gera þessi færsla heldur er eingöngu um fréttina sem slíka. Hitt er svo annað mál með ákvarðanir dómara í leikjum og stöðu liða, það er efni í margar færslur og endalaus skoðanaskipti. Reyndar er ég búinn að sjá megnið af leiknum sem og umfjallanir á ensku sjónvarpsstöðvunum ásamt greiningu á atvikinu.
Ragnar Bjarnason, 16.9.2007 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.