Heimildarmynd dagsins

Ég hef alltaf verið mikið fyrir sögu og söguskoðun hvers konar. Þar að auki hef ég gluggað heilmikið í sögu heimsstyrjaldanna enda svolítill grúskari í mér.

Það vakti því áhuga minn titill stuttrar heimildamyndar sem BBC bæði gerði og sýndi en þessi mynd bar heitið "Weekend Nazis" og fjallar í grunninn um sögusýningar sem settar eru upp á Bretlandseyjum um seinni heimsstyrjöldina og tengingar þaðan í hópa sem þar koma fram sem nasistar undir yfirskyni söguskoðunar og síðan áfram á milli tímans í dag og þá.

Áhugaverð mynd fannst mér og hvet þá sem hafa svipað áhugasvið að kynna sér þessa mynd. Það var meira að segja smá innslag um/með hinum víðfræga David Irwin rithöfundi. Pínu sjokkerandi en áhugaverð samt engu að síður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef mikinn áhuga á sögu seinni heimsstyrjaldarinnar. Er hægt að sjá þennan þátt á netinu? Sá ekki að það væri hægt út frá linknum sem þú gafst.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.8.2007 kl. 03:32

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Hér má sjá myndina í tveimur hlutum http://www.dailymotion.com/video/x2usue_weekend-nazis-2_events . Held að þetta leiði til hluta 2 en þá er hægt að smella á hluta eitt til hægri.

Ragnar Bjarnason, 3.9.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband