12.7.2007 | 20:08
Mér finnast...
.... þessar auglýsingar frá Umferðarstofu ágætar á sinn hátt en þar er fylgt fordæmi erlendis frá. Reynt er að fanga þann óhugnað sem hlotist getur af glæfraakstri hvers konar og vekja þannig fólk til umhugsunar um afleiðingar gjörða sinna.
Spurning svo hvort þær gera eitthvað gagn eða nái yfirleitt ekki til þeirra sem þarf að ná til.
Hins vegar hefði ég viljað vera laus við að sitja í sófanum með þriggja ára dóttur minni eftir kvöldfréttirnar áðan og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að hún sæi auglýsinguna. Þá hefði ég verið laus við að hún væri hrædd um að dreyma illa vegna innihalds hennar.
Ég vil sem sagt að svona auglýsingar séu seinna á ferðinni í dagskránni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Facebook
Athugasemdir
Já elskan mín nú er það klukkið. Mig minnir að reglan sé sú að klukka 6 manns, segja í upphafi bloggs frá hverjir klukkuðu þig og síðan skrifa 8 atriði um þig, helst eitthvað sem við vitum ekki.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2007 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.