Á ekki eftir að virka

Því miður er þetta ekki ráðstöfun sem mun leiða af sér það sem til þarf til að stilla til friðar og vinna traust milli aðila á svæðinu.

Blair hefur sjálfur ekki traust allra aðila, telst ekki hlutlaus með öllu og verður því tortryggður af einhverjum aðilum.

Annars var ég að horfa á þáttinn "The rise and fall of Tony Blair" núna áðan og er þar margt merkilegt að finna. Þar á meðal fannst mér áhugavert að heyra um sýn Blairs á Evrópumál snemma á valdatíma hans en hann vildi að Bretar tækju forystu í Evrópu. Grundvöllur þess að mörgu leyti var þátttaka í sameiginlegum gjaldmiðli Evrópu en þar stöðvaði Gordon Brown allar tilraunir í þá átt. Var jafnvel nefnt að hræðsla Blairs til að takast á við Brown hafi verið hans helsti veikleiki allan valdatímann. Blair gekk jafnvel það langt til að ná fram þessu markmiði sínu að hann kom þeim skilaboðum til Browns að hann gæti tekið við forsætisráðherraembættinu ef þátttaka í evrunni væri tryggð. Nú er Brown orðinn forsætisráðherra en pundið spilar ennþá sína rullu af fullum krafti. "Good things come to those who wait" er það ekki?

Annað sem sagt var um Blair var að of stór veikleiki hans væri það hversu mikið hann eltist við fyrirsagnir í stað þess að horfa til framtíðar.

En kannski meira um þetta síðar.


mbl.is Brown lýsir ánægju sinni með nýtt starf Blair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Fall Blairs verður einungis rakið til skilyrðislausrar þjónkunar hans við böðulinn frá Texas.  Blair tók að sér hlutverk hunds sem flaðrar stöðugt upp um húsbónda sinn og reynir að gera honum allt til hæfis.  Ekki aðeins varðandi olíuránið í Írak.  Líka allt sem snéri að utanríkismálum.  Til að mynda stuðning við innrás Ísraelhers í Líbanon. 

  Það er innbyrðis mótsögn í því að stríðsherra verði erindreki friðar í Mið-Austurlöndum.  En það þjónar prýðilega hagsmunum Brúsks forseta og ráðamönnum í Ísrael. 

Jens Guð, 27.6.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

ÆI ég sé eftir Blair, hann var góður stjórnmála maður. Ég vona að Gordan Brown standi sig í þessu hlutverki.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég er sammála þér að kratinn svarni er ekki að öllu leyti traustvekjandi en samt langar mig nú að vona að hann geti haft áhrif til góðs. hann er þó af okkar vinstri væng og samt með gríðarlegt traust hjá haukunum og við kannski efni á öðru en að gefa honum sjens og vona að hann geti þokað málum í rétta átt í palestínu...

Bjarni Harðarson, 28.6.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband