26.6.2007 | 20:18
Gott framtak
Lofsvert framtak þetta hjá hjúkrunarfræðingum því það virðist greinilega ekki veita af því að vekja fólk til umhugsunar um alvarlegar afleiðingar sem bílslys geta haft.
Hugarfarsbreytingu er þörf til bætingar í þessum efnum en því miður virðist vera alltof oft ríkjandi þessi tama íslenska hugsun, "það kemur ekkert fyrir mig".
Ég held það ætti að taka það til umhugsunar að ökufantar samfélagsþjónustu þar sem þeir af eigin raun geti kynnst afleiðingum þeim sem gjörðir þeirra geta haft.
En vonandi hafa viðburðir eins og þessi ganga í dag einhver áhrif í baráttunni við hættulegan akstur á vegum landsins og afleiðingar hans.
Mikil þátttaka í göngu gegn umferðarslysum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég finn samt mun á umferðinni eftir að sektir voru hækkaðar og tekið strangara á hraða. Ég set bílinn bara á cruse control á löglegum hraða og það var mesta furða hvað fáir tóku fram úr. Samt nokkrir og gettu hvar? Á Kjalarnesinu og í Kjósinni. Á allra hættulegustu stöðunum með mikla slysatíðni.
Vilborg Traustadóttir, 26.6.2007 kl. 21:44
Ég tók þátt í göngunni að hluta til hér á Selfossi í dag, gat ekki labbað alla leiðina. Tók þátt sem fórnarlamb og aðstandandi. Var ánægð með þátttökuna hér.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 22:02
Ég lenti í umferðarslysi sjálf, ég meiddist í bakinu sem á aldrei eftir að lagast. Því miður gat ég ekki tekið þátt í göngunni.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.6.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.