25.6.2007 | 18:49
Sýnir í hnotskurn
Þetta sýnir í hnotskurn að Evrópusambandið verður aldrei samband Evrópu, til þess þarf annan vettvang. Stóru ríkin, sem hafa hingað til haft tögl og haldir í málefnum sambandsins eru ekki spennt fyrir því að fá stór ríki þar inn og missa einhver völd í framhaldi þess. Menn reyna að láta það líta út fyrir að snúast um annað en það er hreint og klárt yfirvarp.
Synd að svo sé því grunnhugmynd evrópusambandsins og þar af leiðandi evrópusamvinnunar er svo hrein og tær.
Frakkar reyna að koma í veg fyrir inngöngu Tyrkja í EB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held ég geri orð "Fransman" að mínum þar sem hann sagði því hann kemur að kjarna málsins. Ríkin sem hafa staðið gegn aðild þeirra hafa sagst vera fyrstir til að bjóða tyrki velkomna ef þeir laga réttarfar sitt og annað sem kemur fram hjá Fransmann ::
Tyrkir fangelsa ennþá fólk fyrir skoðanir þeirra og yfir 60 rithöfundar og blaðamenn hafa verið ákærðir fyrir að móðga "turkisness".
Þann 7, Mars síðastliðinn skipaði tyrkneskur dómstóll að lokað yrði á aðgang á Youtube vegna myndbanda þar sem voru.
Blaðamaðurinn Hrant Dink var dæmdur í 6 mánaða fangelsi seint á síðasta ári fyrir skrif sín um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í seinni heimstyrjöldinni.
Listinn af mannrétindabotum í Tyrklandi er nánast óendanlegur en fyrir þá sem hafa áhuga þá má byrja á síðuni hjá US department of State
Tyrkir hafa nákvæmlega ekkert að gera í EU fyrr en þeir taka sig á í mannréttindamálum !
Þorsteinn (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.