Kolefnisjöfnun dagsins

Ég ákvað að ráðast í þá miklu framkvæmd að kolefnisjafna garðsláttuvélina mína í gærkvöldi og gróðursettum við eitthvað smotterí af trjám og runnum í brekkunni fyrir aftan húsið okkar. Held að það hafi verið tæplega tuttugu plöntur sem við settum niður og ætlum við að setja fleiri á næstunni því nú á eftir að fylla upp í svæðið með birkitrjám.

Þetta var kolefnisjöfnunarátak garðsláttuvélarinnar eins og áður er sagt og reyndar gerðum við gott betur en það því garðsláttuvélinni (þeirri bensínknúnu) var um leið endanlega lagt því fjárfest var í gamaldags bumbubanasláttuvél. Sú maskína er um leið umhverfisvæn og barnvæn þannig að Eyhildur getur dröslast í kringum mann þegar bletturinn er sleginn og það meira að segja í hreinu lofti.

Gerið betur segi ég nú bara fullur monts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það furðulega við þetta allt er að þú átt eftir að "kolefnisjafna":

  • Stálvinnslu vegna smíðar sláttuvélarinnar
  • Flutningsorkuna til að koma sláttuvélinni frá námu til verslunar
  • Flutningsorkuna til að koma birkifræjum og trjám á milli hinna ýmsu staða á vaxtarferlinu
  • Orkuna sem fór í að rækta fræ og keyra starfsmenn gróðurstöðvarinnar til og frá vinnu í marga mánuði vegna þess

 ...og sennilega eitthvað fleira. Listann má samt stytta niður í eina setningu: "Verð á orku stjórnar því hvað ég kaupi mikið af henni, og meint jöfnun kolefnislosunar sem afleiðing bruna á jarðefnaeldsneyti á frjálsum markaði (+skattar) mun endurspeglast í því".

Geir Ágústsson, 14.6.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Flott athugasemd og þörf í umræðuna. Ég mun þó sleppa við að kolefnisjafna vegna birikisins því það tek ég sjálfsáð ofar í brekkunni. Annars er meira vit í athugasemdinni þinni er færslunni minni en hún var þó meira til gamans.

Ragnar Bjarnason, 14.6.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband