Aldei þessu vant

Aldrei þessu vant er ég í grunninn sammála staksteinum Moggans í dag, merkilegt nokk. Þar er fjallað um ræðu Guðna Ágústssonar á Alþingi nýlega þar sem hann fór orðum um DV útgáfuna frægu fyrir kosningarnar í vor.

Það sem ég er sammála í þessu er það að það hreinlega þýðir ekkert að vera með eitthvað vol og væl yfir þessu og segja alla tíð hvað aðrir hafa verið vondir við mann. Of mikið hefur verið gert af því undanfarna mánuði. Sé svo, þá verður bara að hafa það. Nóg er til af málsháttum okkar og orðtökum í þá átt að halda áfram í stað þess að kveinka sér ótæpilega yfir lífsins óréttlæti. Og eins og segir í niðurlagi staksteinanna

Hinn þjóðrækni leiðtogi Framsóknarflokksins á að leita skýringa á ósigri flokksins annars staðar.

Það er þörf á annari hugsun, öðru æði og öðrum orðum en þessum á endurnýjunardögum flokksins þegar finna þarf vopnin að nokkrum hluta á nýjan leik og skapa grundvöll til frekari sóknar fram veginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband