Boðskapur dagsins

Nú er ein fermingarhelgi dagsins afstaðin og margur unglingurinn tekinn í fullorðins manna tölu. Ég ætla þó ekki að ausa úr viskubrunni mínum til þeirra heldur hafa eftir smá glens úr handraða kirkjunnar manna á þessum tímamótum en auðvitað brýna prestar fermingarbörnin til dáða á þessum miklu tímamótum.

Mér var sagt af einni slíkri brýningu í gær en þar var reifað hvað ungmennin gætu uppskorið á gifturíkri ævi sinni, sem framundan væri. "Þau gætu meðal annars orðið landbúnaðarráðherrar og bjargað landbúnaðinum úr klóm Samfylkingarinnar". Þetta uppskar viðbrögð viðstaddra var mér tjáð.

Prestar landsins hafa jú alltaf verið pólitískir og glettnir að auki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nú vantar Guðna

Svava frá Strandbergi , 28.5.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lanbúnaðarráðherra úr þínu kjördæmi (mínu gamla) dettur enginn í hug eins og er, vonandi eru  nokkrir góðir á leiðinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 12:57

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já þú segir það Ásdís. Ekki geturðu alhæft svona alveg um krakkana Emil. Og svo þarftu nú að gera betur en þetta varðandi Framsókn þó þú sért ekki sammála eða óánægður með flokkinn þá er engin lausn að heimta útrýmingu og dauða. Og það ofaní allt sem við höfum gengið í gegnum saman

Ragnar Bjarnason, 29.5.2007 kl. 19:50

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég verð nú að segja að ég var guðslifandi feginn að landbúnaðarráðuneytið fór ekki til Samfylkingarinnar. Líklega er það rétt hjá Guðna að Einar K. var besti kosturinn, maðurinn hefur mikla tengingu við Skagafjörð og er áhugmaður um hesta og hættir því ekki því starfi sem Guðni hóf með íslenska hestinn. Það má benda á að Landmót hestamanna er sá viðburður sem dregur að sér hvað flesta útlendinga.

Rúnar Birgir Gíslason, 30.5.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband