Kemur ekki á óvart

Það að Sturla hafi verið látinn taka pokann sinn sem ráðherra kemur svo sem ekki á óvart. Að hluta til hefur hann staðið örlítið í vegi Geirs innan flokksins og nú var því lag að losa um hann þar sem norðvesturkjördæmi var eina kjördæmið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi frá því fyrir fjórum árum. Þar fyrir utan hefur Sturla ekki verið neitt sérstaklega vinsæll innan flokksins á landsvísu og nokkur óánægja með hann sem ráðherra.

En það virðist vera stórhættulegt að vera samgönguráðherra hjá Sjálfstæðisflokknum, þaðan liggur leiðin í stól forseta Alþingis og síðan úr stjórnmálum.

Ætli þetta fylgi yfir á KLM líka?


mbl.is Sturla: Ósáttur við að hverfa úr samgönguráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sé nú ekki eftir Sturlu.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Vonandi að þessi forseti snýti sér ekki í jakkaermarnar, eins og sá samgöngumálaráðherra sem síðat varð forseti þingsins!

Auðun Gíslason, 23.5.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband