Síðasti spretturinn II

Það verður spennandi að sjá hvað frambjóðendur og fylgifiskar hafa fram að færa þessa seinustu tvo daga kosningabaráttunnar. Svo virðist sem nokkuð stór hópur kjósenda geri ekki upp hug sinn endanlega fyrr en þessa seinustu tvo daga svo það er eftir nokkru að slægjast en stóra spurningin er auðvitað hvernig á að ná árangri í þvi.

Sjálfur er ég temmilega bjartsýnn á gengi okkar, svona miðað við efni og aðstæður. Á brattann hefur verið að sækja en þó gengur ágætlega að ræða málin. Tregðulögmálið virðist segja svolítið til sín á endasprettinum og hlutirnir þá sækja í átt að því sem áður hefur verið enda verður að segjast að það er fátt um raunveruleg og stór kosningamál að ræða núna. Sagði ekki Egill Helga að allir flokkar væru Framsóknarflokkar fyrir þessar kosningar.

Þrátt fyrir þetta má alltaf deila um keisarans skegg og láta minna fara fyrir því raunverulega og þó að vel sé gert má alltaf gera betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband