Síðasti spretturinn

Nú erum við á seinustu metrunum í kosningabaráttunni og kannski því betur að sjást fyrir endann á þessu öllu saman. Kosningabaráttan í aðdraganda þessara kosninga hefur dregið dám af tíðum og misvel útfærðum skoðanakönnunum og hefur sú rödd orðið háværari að banna þær í vissan tíma fyrir sjálfar kosningarnar. Það er í sjálfu sér góð og gild skoðun að vilja banna skoðanakannanirnar vissan tíma fyrir sjálfar kosningarnar og hef ég heyrt fleiri og fleiri en ég sjálfur tel hins vegar að inn í þetta ferli spili vald fjölmiðlanna á þann hátt að þeir (fjölmiðlarnir) ofnota þær kannanir sem gerðar eru á þann hátt að allt of mikill tími hinnar eiginlegu kosningabaráttu fer í að fá viðbrögð misháttsettra flokksmanna stjórnmálaflokkanna við þeim. Með öðrum orðum eru fjölmiðlarnir búnir að stýra umræðunum í kringum kannanirnar í stað þess að láta umræðurnar stjórnast af sjálfum málefnunum. Ég varpaði þessari skoðun minni fram fyrir mörgum vikum og sýnist að síðan hafi þetta einungis ágerst ef eitthvað er. Svo held ég líka að stjórnmálamennirnir fari í kringum þetta hjá fjölmiðlafólkinu eins og köttur í kringum heitan graut því engan má jú styggja á viðkvæmum tímum. Þetta geta þeir þó afgreitt á mun skeleggari og skynsamari hátt finnst mér og ná þannig meiri og betri tíma í málefni.

Ég persónulega hef hins vegar svo gaman af tölum að ég vil alveg hafa þessar kannanir til að rýna í sjálfur og leika mér að þeim. Hins vegar vil ég að stjórnmálamenn séu látnir taka umræður um raunveruleg málefni og þá frekar láta "fótgönguliða" og stjórnmálafræðinga tjá sig um og greina kannanirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband