14.4.2007 | 23:27
Leikhúsferð
Ég hélt upp á daginn með því að fara í leikhús á Akureyri í kvöld. Við sáum stykkið (er það ekki það sem leikhúsfólkið kallar leikritin?) "best í heimi". Ég hélt reyndar að ég væri að fara á eitthvað annað en það skiptir svo sem ekki máli.
Ég mæli með þessari sýningu því þetta var ágætis skemmtun. Ég hefði samt viljað sjá aðeins meiri "satíru" í þessu svona fyrir minn smekk en það er fín lína á milli þess og móðga heila þjóð þó lítil sé. Svo var hægt að sjá nokkur smáatriði fyrir en í heildina hin besta kvöldskemmtun og þá er tilganginum náð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.