Er þetta ekki einum of?

Án þess að hafa svo sem neitt um þessa tillögu að segja þannig séð þá vekur síðasta málsgreinin í þessari frétt athygli mína en hún er á þessa leið:

"Flutningsmenn og stuðningsmenn tillögunnar mótmæltu því harðlega að tillagan skyldi ekki tekin til efnislegrar umræðu á fundinum og var því m.a. haldið fram að þetta myndi leiða til þess að fylgi flokksins eigi eftir að hrapa úr rúmum 18% í 13% á næstunni"

Er ekki nóg verið að herja á Samfylkinguna utan frá þó eigin liðsmenn tali ekki á þessa lund þó að ósætti sé um tillögu.

Annars hefði ég haldið að samþykkt tillaga væri sterkari heldur en eingöngu orð formanns í ræðu. Tillagan ætti í það minnsta að vera til grundvallar þeim orðum og styrktar.


mbl.is Hart deilt um meðferð tillögu um eftirlaunafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Loforðinu um afnám þessara sérstöku eftirlaunaréttindi í stefnuræðu formanns var fylgt eftir með samþykktri tillögu, nánar tiltekið sjálfri stjórnmálaályktun Landsfundar Samfylkingarinnar auk kosningastefnuskrárinnar.

Hvað varðar niðurlagið þá hefur Birgir Dýrfjörð sinn hátt á að fylgja hugðarefnum sínum eftir.

En þið Birgir þurfið ekki að hafa áhyggjur, bæði samþykkt stefna og markmið eru skýr.

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 14.4.2007 kl. 17:58

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Sammála þér Steini, veit ekki með skynsemina hjá mér, ég er allavega ekki meðlimur í athugasemd nr. 2. En varðandi hana þá kom það ekki fram í fréttinni sem sett er fram þar.

Ég hef engar áhyggjur af Samfylkingunni enda ekki í henni og ég þekki ekki Birgi Dýrfjörð.

Ragnar Bjarnason, 14.4.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

"Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri uræðu"  ætti kannski að hafa skynsemi til að hnýta ekki í einstaka meðlimi sem ENN rúmast innan þeirrar stefnu sem jafnaðarstefnan er.  Ég er hissa á þessu inngripi "skynseminnar" hér.

Vilborg Traustadóttir, 14.4.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ragnar Bjarnason, 14.4.2007 kl. 23:28

5 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Hvar er hnýtt í einstaka meðlimi? Birgir Dýrfjörð er þekktur langt út fyrir raðir Samfylkingar fyrir einarðar skoðanir og hvassan stíl þegar honum þykir mikið liggja við enda ástríðumaður í stjórnmálum. Það er ekki sagt honum til lasts heldur til að skýra fyrir Ragnari uppruna tilvitnunarinnar sem vakti athygli hans í niðurlagi fréttar Morgunblaðsins.

En skömmu eftir ræðu Birgis var sumsé einróma samþykkt stjórnmálaályktun þar sem fram kemur án nokkurs vafa skýr stefna Samfylkingar í málinu svo hvorki Birgir né aðrir þurfa að hafa áhyggjur af fylgistapi vegna nokkurs hiks eða vafa í þessu máli.

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 15.4.2007 kl. 00:25

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Whatever!!!  Mér finnst skondið þegar það spretta upp "átakshópar" sem eru alla jafna til í "átök" en koma ekki fram undir nafni.  Soldið eins og málstaðurinn sé veikur.  Maður er að skiptast á skoðunum við andlitsvana hóp. Kannski ertu "EINN Í HÓP"? Eða? 

Vilborg Traustadóttir, 15.4.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband