Afmæli

ReisingMerkilegur dagur í dag finnst manni, jafnvel þó engum öðrum S3500145finnist það. Í dag er nefnilega eitt ár nákvæmlega síðan við fluttum í "nýja" húsið okkar. Þá fannst manni ágætt að komast hingað því verkefnið hafði tekið rúmlega fimm ár sé talið alveg frá upphafi. Frá því fyrsta skóflustunga var tekin liðu þó "ekki nema" tæp fjögur ár til innflutnings. Ekki var maður nú alveg búinn samt þegar flutt var inn þannig að mjög mikið var gert síðasta sumar og þá aðalega utanhúss. Núna á ég bara eftir að helluleggja smá þannig að þetta er allt saman að detta.

Annars hefur bæði hús og staðsetning staðið algjörlega fyrir sínu svo ekki sé meira sagt.

Það kom svo sem fyrir að maður væri þreyttur stundum enda í mörg horn að líta á S3500140byggingartímanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með það.  Ertu Reykdælingur??

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Takk kærlega, nei ég er það reyndar ekki.

Ragnar Bjarnason, 14.4.2007 kl. 16:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju Ragnar minn, þetta lítur út fyrir að vera mjög flott hús. er þetta húsbóndinn sem slakar þarna á ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2007 kl. 17:28

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég er ekki hlutlaus Ásthildur en mér finnst það mjög flott og já þetta er húsbóndinn að hugsa framkvæmdir sem endaði svona.

Ragnar Bjarnason, 14.4.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband