Ég á í vandræðum

Já, ég á alveg í stökustu vandræðum með hana Salbjörgu mína þessa dagana og það á algjörlega óvæntan en frekar skoplegan hátt. Þetta þriggja ára stýri vill nefnilega alltaf vera að bursta tennurnar. Alveg ótrúlegt, í það minnsta átta sinnum á dag. Ég hef nú frekar búið mig undir það að ég gæti einhverntímann átt í vandræðum með að fá hana til að bursta en svo er víst ekki.

Það er í sjálfu sér ekkert mikið að þessu nema þá hvað fer mikið tannkrem í þetta og það er nú ekki gefið frekar en annað á þessum síðustu og verstu tímum.

Þetta hlýtur að líða hjá, eða er það ekki annars?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

 Góð sú stutta!

Vilborg Traustadóttir, 12.4.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að það muni líða fyrr hjá ef þú ferð ekki að banna henni þetta.  Og reyndar ættir þú ef til vill að biðja hana um að bursta tennurnar.  En hana klæjar ef til vill í gómin svona í alvöru talað.  Getur verið að hún sé að taka einhverjar tennur ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Nei nei Ásthildur, búinn að athuga það. Þetta er bara sport held ég. Flottur tannbursti og flott tannkremstúba.

Ragnar Bjarnason, 12.4.2007 kl. 22:05

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún verður þreytt á þessu eftir smá tíma, trúðu mér.  Um að gera að búa ekki til athygli út úr þessu heldu láta sem ekkert sé.  Hún fær nóg.  Vertu rólegur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 22:13

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Passaðu þig bara að gefa henni ekki flúortöflur á meðan hún innbyrðir svona mikið tannkrem.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 23:35

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já litla fólkið, það er alveg einstakt.  Og hefur sína sér hagsmuni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 23:40

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Börn eru svona taka æði í hinu og þessu eins og ég orða það. Svo eins ég hendi sé veifað hætta þau.

Svava frá Strandbergi , 13.4.2007 kl. 00:08

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ör tannburstun getur einmitt verið vegna þess að henni klæjar í tannholdinu, blessaður leifðu henni að bursta tennurnar, maður eins og þú Ragnar með 2600 krónur á tímann getur keypt árs skammt fyrir klukkustundar vinnu, eða var það ekki 2600 á tímann? 26000? 26000000? jaja allavega ársbyrgðir fyrir klukkutíma vinnustund.

Sigfús Sigurþórsson., 13.4.2007 kl. 01:12

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég myndi leita eftir því að fá tannkremið og burstana í heildsölu ef þetta heldur áfram.

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 07:56

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef til vill skortir hana einhver snefilefni sem hún fær úr tannkreminu.  Börn leita ósjálfrátt í slíkt.  Til dæmis sand, brennistein af eldspýtum allt eftir því hvaða efni það er sem vantar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 09:42

11 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já ég leyfi henni þetta að mestu og held að þetta sé sportið. Tannkremið sem ég keypti Sigfús kostar nú bara næstum því 4 þús. líterinn og þú getur deilt með vel rúmlega tveimur í þína fyrstu tölu til að fá tímakaupið mitt

Ragnar Bjarnason, 13.4.2007 kl. 12:59

12 Smámynd: Guðrún Bryndís Jónsdóttir

pældu hvað hún verður með flottar og hvítar tennur þegar hún verður eldri ;) ég mundi bara vera glaður það eru örugglega margir sem geta ekki fengið krakkana til að bursta einu sinni á dag ;) heh

Guðrún Bryndís Jónsdóttir, 13.4.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband