Urðun og nýting

Ég bendi mönnum á það sem verið er að gera í Skagafirði varðandi þessi mál og var sýnt í fréttum RÚV á mánudagskvöldið. Einnig hefur Norðlenska verið að kanna það að farga sláturúrgangi og jafnvel öðrum lífrænum úrgangi á sama eða svipaðan hátt.

Staðreyndin er hins vegar sú að við Íslendingar erum ekki að standa okkur á þessu sviði. Kannski eru of fáir íbúar í landinu þannig að víðáttan okkar geri það að verkum að við náum ekki tengslum við urðunarmálin og sorpmál í heildina séð.

Meiri flokkun og meiri endurvinnslu takk fyrir.


mbl.is Kröfur um minni urðun munu umbylta sorphirðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já það er spennandi sem verið er að gera í Skagafirði og hef ég fylgst með undirbúningi.

Varðandi það að við séum ekki að standa okkur, þá er ótrúlega stutt síðan öskuhaugar voru opnir um allt land og oft  inn í bænum, eins og á Siglufirði þaðan sem ég er. Þar lékum við okkur á haugunum. En nú eru breyttir tímar, sem betur fer og fólk orðið meðvitað um það það sem það sjálft gerir, skiptir máli í stærra samhengi.

Herdís Sigurjónsdóttir, 11.4.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já rétt er það að við höfum gert mikið á stuttum tíma en betur má ef duga skal. Gott verkefni að fara af stað á Akureyri núna með safntunnurnar sem losaðar verða einu sinni í mánuði.

Ragnar Bjarnason, 12.4.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband