9.4.2007 | 15:53
Góð ferð í Skagafjörðinn
Það er alltaf jafn gaman að koma í Skagafjörðinn og hitta þar skemmtilega vini og ættingja (nema auðvitað ofur Vinstri Græna Kolbein Helga frænda minn sem alltaf er jafn rækilega út úr heiminum). Minna er um skrif en venjulega þar sem tölva foreldra minna er af þannig árgerð að ég held að hún sé síðan áður en tölvur voru fundnar upp og styður ekki javascript þannig að ég get ekki skráð mig inn til skrifta. Skrapp aðeins annað til að setja smá inn þannig að smá líf sé. Annars hef ég hitt óvenju marga í ferð minni núna og rætt eitt og annað við fólk. Stjórnmál auðvitað nokkuð þó mönnum finnist þau fara merkilega lágt á svæðinu ennþá þrátt fyrir tiltölulega stuttan tíma til kosninga. Eitt stendur upp úr þó og það er að ég finn fyrir óánægju með VG í pólitísku umræðunni sem ég á við fólk. Kannski eitthvað nánar um það síðar, hver veit.
Annars höfum við það gott, vorum á Sauðárkróki í nótt en förum kannski í Blönduhlíðina í kvöld.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega páska!!! Það er a.m.k. aðeins meira pláss, hefði ég haldið, í Blöduhlíðinni en á Króknum... Kveðja, Gunna.
Gunna (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 18:28
Hafið það gott í ferðalaginu og gleðilega páska.
Svava frá Strandbergi , 9.4.2007 kl. 21:06
Kveðja norður.
Vilborg Traustadóttir, 9.4.2007 kl. 22:25
Síðbúin páskakveðja frá Auckland!
Elva Down Under (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.