Nýjustu bækurnar í hillunni

Ég lét verða af því seinnipartinn í gær að kaupa tvær nýjar bækur. Ekki það að ég hafi ekki nóg að lesa, ég er bara búinn að bíða nokkurn tíma eftir þessum. Um er að ræða hina nýju "Búkollu", byggðir og bú Suður-Þingeyjarsýslu í tveimur bindum.

Fékk sölumann í heimsókn í gær og keypti af honum áður en hann hafði tíma til að bjóða mér hana til sölu.

Gluggaði síðan í bindin í gærkvöldi með hléum og er bara nokkuð hrifinn verð ég að segja. Ég hef gaman af því að lesa svona bækur, þær eru svo fræðandi um margt, bæði búsakparsögu og ekki síður fólk.

Annars er það að frétta af lestri mínum að ég er rétt í þann mund að klára að lesa ljóðmæli Jóns Arasonar og finnst hún mjög góð. Sérstaklega söguritunin sem fylgir með ljóðunum.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er nú ósjaldan sem maður hefur flett upp í búkollu. Snilldarbók þar á ferð :)

Eru þið ekki örugglega í nýju útgáfunni?

Elva Down Under (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Í upptalningu jú á Laugasvæðinu (skólasv.). Ekki mynd sem betur fer

Ragnar Bjarnason, 7.4.2007 kl. 21:20

3 identicon

Gott þú ert hrifinn Raggi, en ég verð nú að segja að eftir að hafa bara rétt gluggað í ritin varð ég fyrir miklum vonbrigðum með bækurnar. Þar sem að biðin eftir þeim er nú orðin ansi löng þá virðist mér of mikið af því sem við myndum kannski kalla klaufavillur. Kveðja Birna í neðra

Birna Ó (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 23:59

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég er svo jákvæður Birna. Var reyndar búinn að sjá smá villur.

Ragnar Bjarnason, 8.4.2007 kl. 09:38

5 identicon

Biðin eftir Búkollu er loks á enda.  Afar vel heppnuð bók. Ragnar (í Sýrnesi) á hrós skilið.  Það er alveg hægt að fyrirgefa smávægilegar villur. Myndir af ábúendum flestar velheppnaðar og bæjirnir koma flestir vel út líka.

Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 21:18

6 identicon

Hehe ég lá yfir þessum bókum um páskana...kunni eldri bókina nánast utan að:) Mér finnst alltaf gaman að skoða þessar bækur. Tókum reyndar eftir nokkrum villum eins og aðrir greinilega.

Heiða B (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband