4.4.2007 | 15:36
Veiðihár
Ég leit aðeins af dætrum mínum tveimur seinnipartinn í gær eftir að við komum inn úr útiverunni okkar. Þær voru staddar í herbergi Salbjargar (þeirrar eldri) og voru að dunda sér þar við leik eða eitthvað í þá áttina.
Eftir stutta stund kom Salbjörg hlaupandi fram til mín. "Pabbi, pabbi, veistu hvað? Eyhildur er með veiðihár". Veiðihár, spurði ég frekar hissa. "Já, ég teiknaði á hana veiðihár". Og viti menn, hún var búin að teikna þessi líka fínu veiðihár framan í systur sína sem líkaði það bara nokkuð vel.
Þær fara í strangari gæslu hjá mér núna það er alveg á hreinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hahaha, efnilegar förðunardömur sem þú átt og skapandi
Jóhanna Fríða Dalkvist, 4.4.2007 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.