Ekki alveg reyndar

Um er að ræða skattatilfærslur og í raun skattahækkun í heildina. Fyrirfram var sagt að hann hefði ekki úr neinum fjármunum að spila og því yrði þetta frekar flöt kynning fjárlaga en annað kom á daginn þegar Brown henti inn 2p skattalækkun, bæði á einstaklinga og fyrirtæki í lok framsögu sinnar.

Í ljós kemur þó í nánari skoðun að þeir sem lægstar hafa tekjurnar (innan við 17.000 pund í árstekjur á fjölskyldu) koma margir hverjir til með að borga meiri skatta en áður. Millitekjufólk kemur yfirleitt vel út en sumir þar þurfa að bera meiri skattbyrði en þeir sem mestar hafa tekjurnar finna ekkert fyrir skattbreytingum.

Sem sagt vel valin og vel falin flétta hjá Gordon Brown.


mbl.is Skattalækkanir boðaðar í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband