Aldrei í ESB?

Samhljómur Sjálfstæðiðsflokks og Vinstri Grænna í þessu máli hefur verið ljós í langan tíma og er því ekki fréttaefni í sjálfu sér. Sumir gætu að vísu haldið því fram að hér sé um upphitun fyrir komandi stjórnarsamstarf en ég ætla ekki að gera það. Það bíður síns tíma. Þetta einstaka mál er mun flóknara en að það fylgi flokkalínum. Evrópuaðild eða ekki er lína sem gengur þvert á alla flokka.

Það er hægt að fallast á að aðild að ESB sé ekki rétt á þessum tímapunkti né í allra nánustu framtíð en það sem er samt mikilvægara að vinna að því að upplýsingar sem aðild grundvallist af séu til staðar.

Mikið hefur verið rætt um Evrópumál innan Framsóknarflokksins undanfarin ár og mörg ár eru síðan flokkurinn setti á laggirnar nefnd til að fjalla um þau. Mikil vinna hefur átt sér stað innan þeirrar nefndar og þeirra sem störfuðu í framhaldinu. Flokksþingið um síðastliðna helgi ályktaði síðan í þá veru að áfram verði unnið að því að afla upplýsinga og meta auk þess að vinna að því að skýra línurnar í þessum efnum. Evrópusambandið er breytilegt og tekur miklum breytingum nú um stundir. Ég sé ekki að aðildarumsókn eigi að vera á dagskrá í dag eða næstu árin en það geta komið þeir tímar og sú staða að umsókn um aðild að ESB sé hagstæð fyrir Ísland og þá þurfa menn að hafa allar upplýsingar til reiðu og þannig getu til að bregðast hratt við.

 
mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja mikid var nu aerlegt ad heyra i alvoru Framsoknarmanni sem er tilbuinn og torir ad taka einarda afstodu gegn ESB adild. Annad eins var nu dadrid i fyrrverandi formanni tinum vid tetta handonyta bandalag. Eg tek undir med ter ad vid hofum ekkert ad gera inni tetta handonyta Evropusamband naest aratugina og ad teim tima lidnum er eg viss um ad tessi oburduga risaedla verdur longu daud undan eigin tunga og skrifraedi.  

En nu eru breyttir timar fyrir ykkur Framsoknarmenn sem betur fer. Tid turfid ad gera upp arfleifd Halldors i flokknum og verda aftur tjodlegur felagshyggjuflokkur eins og tid vorud i eina tid og eg heyri nuverandi formann ykkar tala um "tjodlega felagshyggjuflokkinn. Ta verdur betri tid framundan hja ykkur Framsoknarmonnum. Ja tid verdid ta audvitad ad gera meira en ad tala um tad, tid verdid ju lika ad syna okkur tad i verki. 

En tad er bara of seint nu fyrir tessar kosningar ad gera tetta, tvi folk truir tvi ekiki ad tid hafid allt i einu breyst svona mikid. Tess vegna hafidi nu gott af aerlegri rasskellingu i kosningunum og ta getidi sleikt sarin og gert upp arfleifd Halldors og maetid svo tviefldir til leiks ad fjorum arum lidnum sem alvoru tjodlegur felagshyggjuflokkur. Ta kanski truir folk ykkur aftur og tid faid kanski eitthvad aftur yfir af tvi folki sem nu mun kjosa adra stjornmalaflokka. Kaer kvedja. 

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband