Efling starfsendurhæfingar

Meginþema skýrslunnar er áhersla á starfsendurhæfingu einstaklinga sem hafa orðið fyrir skerðingu. Nefndin leggur til grundvallarbreytingu á núverandi kerfi í rauninni, breytingu sem ég tel að sé til mikilla bóta. Það á að gefa fólki kost á því að taka þátt á vinnumarkaðnum eins og mögulegt er en síðan að brúa bilið með bótum. Tillögurnar ganga út á það að mér sýnist og á þann hátt einnig að tekjutenging verði algjörlega snúið við sem felst í því að meta starfsgetu í stað örorku.

Mér líst vel á tillögurnar við fyrstu sýn eftir að hafa hlaupið í gegnum skýrsluna en hún er sjálf ágætlega fram sett. Rík áhersla er lögð á endurhæfingu til að auka starfsgetu. Þetta er í þeim anda sem maður hefur hugsað sér.


mbl.is Örorkumat verður endurskoðað og starfsendurhæfing efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Þetta er spennandi að sjá hvernig þessu brýna máli fram vindur.

Kristbjörg Þórisdóttir, 6.3.2007 kl. 20:12

2 identicon

þetta er gott og blessað og er bara lítil byrjun í stóru dæmi en það sem ég tók eftir er að dæmið snýr að einni hlið og það er hinn fatlaði, hvað um þá sem vilja eða þurfa að taka hinn fatlaða í vinnu. þurfa þeir ekki líka á undirbuningi eða endurhæfingu að halda það vantar allt sem snýr að þeim sem veita vinnu og þiggja  fé fyrir að stórum hluta eða allt að 75% fyrstu árin

Arndís B (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 01:25

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Rétt athugað Arndís. Ég les úr skýrslunni að atvinnurekendum sé ætlað að koma inn í þann þátt með öðrum og ég trúi því að þannig verði tekið á þeim þætti að vel sé. Hitt er stefnubreyting sem ég fagna en ég bæði veit og sé þá hlið sem þú setur fram í þessu. Ég held að það sé næsta skref að útfæra það því það er ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtækin geti tekið þetta skref einn tveir og þrír án aðlögunar og vinnu.

Ragnar Bjarnason, 7.3.2007 kl. 14:35

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hlutverk nefdarinnar er samkvæmt erindisbréfi að finna leiðir til að létta "örorkuabyrðina á lífeyrissjóðunum". Nefndarálitið er tvennskonar annarsvegar umbúðir og hinsvegar innihald þ.e. annarsvegar óframkvæmanlegar tillögur um endurþjálfun 13000 manns á sama tíma og ekki er verið að loka endurhæfingardeild geðdeildar LSH því ekki tekst að manna 3 stöður iðjuþjálfa, og hinsvegar tillögur um nýtt örorkumat og mjög ört endurmat sem tæki strax gildi sem á að byggja tekjumöguleikum í stað örorku - þ.e. hin fullkomna tekjutenging örorkumat í hlutfalli við tekjumöguleika, nú er matið eins fyrir alla en bæturnar falla niður ef þú hefur tekjur yfir mörkum.

Endurhæfingin er auðvitað mikilvæg og góðra gjalda verð en þarf langan uppbygginarferil sem þessi ríkisttjórn þarf ekki að efna frekar en sú sem lofaði uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir greiðslur til byggingasjóðs aldraðra, en strax myndu taka gildi reglur um nýtt örorkumat og mjög títt endurmat sem berlega á að þjóna þeim tilgangi að ryðja öryrkjaskrána - að skera niður fjölda öryrkja.

Og svo þetta 75% öryrki á bara að fá 75% af örorkubótum því hann getur unnið 1/4 úr vinnuviku að mati nenfdarmanna, svona eins og hann geti verið 100% heilbrigður í 10 tíma á viku en 100% öryrki 30 tíma á vku.

Allt tal um endurhæfingu 13000 manns og skipa hverjum og einum "leiðbeinanda" á sama tíma og ekki er hægt að manna 3 stöður iðjuþjálfa hjá geðdeild Landsspitala er allt í senn bull og belkking og hinsvegar tal um öryrkjalöggu.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.3.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband