Davíðstaktar

Það lá við að maður sæi örla á Davíðstöktum hjá Geir í fjölmiðlaviðtalinu eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Hann hljómaði óskaplega pirraður eitthvað hvort sem það var af því að honum fyndist þetta svona óskaplega ómerkilegt eða að þetta skyldi koma upp á annað borð.

Ég tók sérstaklega eftir því að honum varð tíðrætt um hvað hann hefði sjálfur mikla reynslu í stjórnarskrárnefndum, starfað í nokkrum og meir að segja verið varaformaður í svoleiðis nefnd. Þetta var svona "ég veit betur en allir aðrir" taktar og þar líktist hann forvera sínum nokkuð verð ég að segja.

Það virðist vera nokkuð breið sátt um málið og þá er um að gera að afgreiða það fyrst svo er en eins og Geir sagði er það betra þegar verið er að breyta stjórnarskránni. Svo var hann fúll og pirraður út í nokkra í samstarfsflokknum vegna ummæla sem honum fannst óheppileg. Gangi honum vel að vinna með Sf. þá eftir kosningar eins og virðist vera unnið að af sumum sjálfstæðismönnum.


mbl.is Áfram reynt að ná samkomulagi um auðlindamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Sæll félagi.  Held það sé rétt metið hjá þér að forsætisráðherra er pirraður yfir því að samstarfsflokkurinn skuli láta í sér heyra. Það sem hefur ekki komið nógu vel fram í fréttum er hins vegar það að Framsóknarmönnum datt ekki í hug á föstudaginn að láta sverfa til stáls í málinu eins og fréttamenn og jafnvel einhverjir sjálfstæðismenn hafa haldið.  Menn hafa nefnilega rætt það ítrekað á undanförnum mánuðum og nú var foringja vorum, sem hefur eitt mesta langlundargeð sem ég hef séð um ævina, nóg boðið. 

Það er hins vegar skemmtileg skrípamynd sem framkallast í kollinum á mér þegar þú talar um samstarf íhaldsins við Samfylkingu.  Viðeyjarstjórnin sem rétt lafði eitt kjörtímabil 1991-1995 og mynduð var af Davíð Oddssyni og Jóni Baldvin einkenndist nefnilega af upphlaupi og óróleika, svo ekki sé dýpra í árina tekið.  Held að ástandið á Samfylkingunni í dag sé enn verra.

Helga Sigrún Harðardóttir, 6.3.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Davíð hélt fréttamönnum á vissan hátt í skefjum með því að byrsta sig. Hann vildi halda sinni óttablöndnu virðingu. Davíð kunni líka að "refsa" þeim fréttamönnum sem voru með einhver leiðindi við hann. Af langrækni sinni útilokaði hann miskunnarlaust þá fréttamenn sem voru honum ekki að skapi. Geir er örugglega meðvitaður um þennan takt fyrirrennara síns og notar hann ef þurfa þykir.

Haukur Nikulásson, 6.3.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband