Konur að yfirgefa Samfylkinguna

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að túlka beri skoðanakannanir með ákveðnum fyrirvara og er ennþá á þeirri skoðun. Þær eru ansi misjafnar að gerð og gæðum en Gallup og Félagsvísindastofnun Háskólans hafa gert þær kannanir sem maður hefur talið gefa bestu vísbendinguna vegna aðferðafræði sem þar er viðhöfð.

Ég hef sagt fyrr að seinasta könnun CG gefi sterka vísbendingu um raunstöðu fylgis flokkanna og því tel ég hana einnig gefa raunstöðu hvað þetta varðar.

Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna ef yfir 40% þeirra kvenna, sem kusu flokkinn í seinustu kosningum ætla ekki að gera það nú. Gríðarlegt áhyggjuefni og vonbrigði segir maður nú bara. En hvað er það sem veldur? Vilja konur sjá skýrari sýn og skarpari línur heldur en verið hefur að sjá hjá Samfylkingunni og að þær skörpu línur og skýra sýn sé til staðar í VG. Þá hljóta þetta að vera vonbrigði hjá formanni flokksins sem er þó upprunninn í Kvennalistanum og ætti því að höfða til kvenna. Ég er þó sjálfur á því að menn verði að leita víðar fanga í þessum efnum, þetta er ekki engöngu á ábyrgð formannsins heldur eru fleiri þættir viðameiri í þessum efnum að mínu mati.


mbl.is Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband