5.3.2007 | 00:45
Könnun Bændasamtakanna
Það kemur mér ekki á óvart að sjá niðurstöður helstu spurninga í þessari könnun. Íslenskar landbúnaðarvörur eru að mínu mati, sem og meirihluta þjóðarinnar, betri að gæðum en erlendar landbúnaðarvörur.
Að mínu mati er grundvallarspurningin í þessari könnun sú hvort landsmenn vilji sjá stundaðan landbúnað á Íslandi í framtíðinni. Svarið við henni er gríðarlega jákvætt, kannski jákvæðara en maður átti von á. Þetta er grunnurinn sem á síðan að byggja á, hvaða leiðir á að fara til að tryggja að landbúnaður verði stundaður hér á landi í framtíðinni.
Íslenskir bændur hafa alla tíð hugað að landi og þjóð í sínu starfi og framleitt gæðavöru. Bændastéttin hefur síðustu áratugi líklegast tekið á sig einna mestu kjaraskerðingu af öllum stéttum landsins og því er allt tal um stöðvun stuðnings landbúnaðinum til handa á ákaflega veikum grunni byggt.
Það er hagur íslensks samfélags að búskapur sé stundaður á Íslandi, hvernig sem á það mál er litið.
Íslendingar telja íslenskar landbúnaðarvörur betri en erlendar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ein spurning.
Hvernig geta menn fullyrt að íslenskar landbúnaðarafurðir séu svo miklu betri en erlendar afurðir? Það er nú ekki svo, að almenningur á Íslandi geti velt sér upp úr erlendum landbúnaðarafurðum í verslunum. Og ef svo er ekki, hvar er þá samanburðurinn?
Þessi umræða er nákvæmlega sú sama og í Noregi, þar sem norðmenn halda að sínar landbúnaðarafurðir séu þær allra bestu í heiminum. Menn virðast gleyma því að allar þjóðir nota tilbúinn áburð, það er notað nánast kjarnfóðurblanda á öllum norðurlöndunum, og þar fram eftir götunum.
Hvernig stendur þá á því að íslenskir kjúklingar og svín (eða norsk) gefa af sér svo miklu betri afurðir en í öðrum löndum, þegar dýrin eru alinn á samskonar fóðri?
Það sama á við um mjólkurframleiðslu og þar fram eftir götunum.
Hið eina sem íslendingar geta haldið fram með hönd á hjarta er íslenska fjallalambið. Það er nánast einstakt í heiminum að hafa svo hreint kjöt eins og lambakjötið.
Í allri umræðunni um landbúnað ætti fólk ekki að byggja sínar rökfærslur um gæði varanna, því gæði landbúnaðarvara er yfirleitt nokkuð jafnt, a.m.k. hér á norðurlöndunum. Hins vegar ætti rökfærslan að snúast um hversu mikils það er vert fyrir þjóð að framleiða sínar eigin matvæli, hversu mikilvækt það er að halda uppi dreifðri byggð í landinu með meiru. Um þetta ætti rökfærsla fyrir sterkum landbúnaði á Íslandi að byggjast á.
Einnig hefur verið mikið talað um styrki og niðurgreiðslur í landbúnaðinum. Þeir sem halda því fram að íslenskur landbúnaður sé styrktur meira og umfram allar aðrar þjóðir vita ekki mikið um landbúnað. Það er er ekki minni niðurgreiðsla í landbúnaðinum í Noregi en á Íslandi. Það sama má segja í Evrópusambandinu.
Hannes Bjarnason
Hannes Bjarnason, 6.3.2007 kl. 09:37
Menn hafa nú ferðast víða og hafa því samanburðinn þaðan. Hreinleiki landbúanaðarafurða hér á landi er meiri en á flestum öðrum stöðum vegna fóðurs og annarra þátta. Sammála þér um styrki og niðurgreiðslur í landbúnaðinum, það er sívinsælt að halda þessu fram en náttúrulega af þeim sem vita ekki meira og vilja jafnvel ekki vita meira.
Ragnar Bjarnason, 6.3.2007 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.